Daniele Basini, Jón Þorsteinn Reynisson og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir flytja tónlist kvikmyndatónskáldsins ástsæla Ennios Morricone í Hofi á Akureyri og í Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði.
Ítalska tónskáldið Ennio Morricone dó í júlí síðastliðnum, hann skrifaði tónlist við meira en 500 kvikmyndir, og 70 milljón plötur og geisladiskar með tónlist hans hafa selst.
Tónlist Morricones úr kvikmyndum ítölsku leikstjóranna Sergios Leone og Giuseppes Tornatore er hér útsett fyrir gítar, harmónikku og selló af Daniele Basini, en þetta eru fyrstu minningartónleikarnir um tónskáldið á Íslandi.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra og Istituto di Cultura Italiana di Oslo.